Líttupp – Vertu með í að skapa heilbrigðara samfélag á netinu!
Opið málþing í Grósku
12:30 am
Gróska, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík
Opið málþing verður haldið í Grósku, Reykjavík, miðvikudaginn 22. október, frá kl. 12:30-16:30, í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund. Málþingið er hluti af sérstakri fræðsluviku sem tileinkuð er upplýsinga- og miðlalæsi og verður haldin í þriðja sinn á Íslandi vikuna 20.-26. október. Yfirskrift málþingsins er: Líttupp – Vertu með í að skapa heilbrigðara samfélag á netinu! Sjá dagskrá hér.
Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands, Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi (TUMI) og samráðshópur um Evrópuár stafrænnar borgaravitundar standa fyrir málþinginu og Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri Netvís, fundarstýrir.
Málþingið er opið öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Léttar veitingar í boði. Áhugasamir geta skráð sig á viðburðinn til og með 20. október en ath. að takmarkað sætaframboð er í boði. Skráning fer fram hér.