Fræðslustund – Stafræn borgaravitund
Í aðdraganda Miðlalæsisviku 2025 er boðið til fræðslustundar á neti þar sem farið verður yfir helsta stuðningsefni tengt stafrænnni borgaravitund. Auk þess verður farið yfir það hvað verður í boði í Miðlalæsisvikunni sjálfri.
3:00 pm
Teams
Fræðsla sem viðkemur stafrænni borgaravitund verður sífellt meira aðkallandi í lífi okkar allra, ekki síst barna og unglinga. Með endurskoðun aðalnámskrár hefur hún fengið sess í skólastarfi og því mikilvægt að vera meðvituð um það námsefni og stuðning sem hægt er að sækja sem kennari til að miðla til nemenda.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni Mixtúru á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur og Spjaldtölvuverkefni Kópavogs í samvinnu við NýMennt, Menntavísindasvið HÍ.
Skráning fer fram hér.