
Telur þú þig hafa orðið fyrir netárás eða viltu tilkynna netöryggisatvik?
Á hverju ári valda netbrot og öryggisbrestir miklum kostnaði fyrir þjóðfélagið. Mikilvægt er að gera viðeigandi ráðstafanir og tilkynna netárásir eða netsvik til viðeigandi aðila. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta sent tilkynningar til CERT-IS, hvort sem um er að ræða netsvik, netöryggisatvik eða áhættur.
Rannsóknarskýrslur
Forsenda þess að hægt sé að þróa og bjóða upp á vandaða fræðslu er að gerðar séu kannanir með reglubundnum hætti. Fræðsluefni Netvís byggist alltaf á nýjustu rannsóknum sem liggja fyrir hverju sinni.
for Kids
Netvís styður við evrópska framtakið Better Internet for Kids, sem byggir á stefnu Evrópusambandsins um öruggara og betra stafrænt umhverfi fyrir börn og ungmenni (BIK+).
Viðburðir og tilkynningar

Málþing um stafræna borgaravitund

UTmessan

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Neyðarlínan 112
Ef þú eða einhver sem þú þekkir er í neyð hringdu í 112 eða smelltu á Netspjall 112. Neyðarverðir taka á móti erindum frá almenningi allan sólarhringinn, allan ársins hring, bæði í gegnum síma og netspjallið. Þeir aðstoða þau sem hafa samband við að fá þá hjálp sem þau þurfa með því að greina stöðuna og kalla til þá viðbragðsaðila sem þarf.
Hjálparsíminn
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn fyrir öll sem þurfa á hlustun og samtali að halda. Hjálparsíminn býður börnum og öðrum sem hafa áhyggjur af velferð barna á neti upp á ókeypis ráðgjöf, bæði í símanúmerinu 1717 og netspjalli Rauða krossins. Vel þjálfað og reynslumikið fólk á öllum aldri sér um að svara bæði hjálparsímanum og netspjallinu allan sólarhringinn, allt árið um kring.