8.08.2025
Mat á áhrifum af stafrænu aðgengi barna og ungmenni að klámi á heilsu þeirra og líðan
Skýrsla frá embætti landlæknis þar sem mat er lagt á áhrif af stafrænu…
- Skýrslur og rannsóknir
Nauðsynlegt er að foreldrar eigi reglulega samtal við börn sín um netið og leiðbeini þeim um hvernig nota megi það á öruggan og ábyrgan hátt.
Á tímum hraðra tæknibreytinga getur þetta samtal verið áskorun en mikilvægt er að foreldrar sýni áhuga og haldi sér vel upplýstum svo að þeir geti stutt við börn sín þegar á reynir. Börn og ungmenni þurfa að geta treyst því að þau geti leitað til foreldra sinna þegar þau lenda í vanda á netinu. Á þessari síðu má finna fjölbreytt fræðsluefni til stuðnings við foreldra.
Verum góðar fyrirmyndir
Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er mikilvægt að foreldrar/forráðamenn hugi að eigin skjánotkun þegar þeir setja reglur um skjánotkun barna sinna.
Verum áhugasöm
Sýnum áhuga á því sem börnin eru að gera á netinu, tölvuleikjunum sem þau spila og sjónvarpsefninu sem þau horfa á. Notum tækin sem samverustund en ekki sem barnfóstrur.
Verum til staðar
Eigum samtal við börnin okkar um netið og byggjum það á trausti. Börn þurfa öruggan stað til að leita á þegar þau lenda í vanda.
Veljum efni við hæfi
13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla er ætlað að vernda persónuupplýsingar barna. Það tekur ekki tillit til rannsókna á því hvers konar efni getur talist skaðlegt og haft áhrif á þroska og hegðun.
Höfum samræmi
Höfum börnin með í að ákveða reglurnar, t.d. um símalausa stundir/staði. Reynum að samræma reglur á milli heimila.
Fjölskyldustillingar
Hagnýtum tæknilausnir á borð við öryggisstillingar, vefsíur og smáforrit sem geta aukið öryggi barna á netinu. Dæmi um ókeypis lausnir eru Family Sharing og Google Family Link.