8.08.2025
Mat á áhrifum af stafrænu aðgengi barna og ungmenni að klámi á heilsu þeirra og líðan
Skýrsla frá embætti landlæknis þar sem mat er lagt á áhrif af stafrænu…
- Skýrslur og rannsóknir
Með markvissri leiðsögn má efla færni ungs fólks til að fóta sig í stafrænum heimi á öruggan og ábyrgan hátt. Á þessari síðu geta kennarar og annað fagfólk nálgast fjölbreytt fræðsluefni sem nýta má til stuðnings í kennslu.
European Schoolnet
European Schoolnet er samstarfsvettvangur menntamálaráðuneyta í Evrópu sem styður skóla og fagaðila við að innleiða nýsköpun og stafræna tækni í menntun. Markmiðið er að efla hæfni til kennslu og náms í takt við þarfir 21. aldar með rannsóknum, þróunarverkefnum og stuðningi við aukið samstarf meðal evrópskra skólastofnana. Netvís tengist European Schoolnet í gegnum Insafe, tengslanet netöryggismiðstöðva í Evrópu.
Better Internet for Kids
Netvís styður við evrópska framtakið Better Internet for Kids, sem byggir á stefnu Evrópusambandsins um öruggara og betra stafrænt umhverfi fyrir börn og ungmenni (BIK+). Á vef Better Internet for Kids má nálgast fróðleik um netöryggismiðstöðvar, öryggi og réttindi barna á neti, ásamt fræðsluefni sem nýta má í kennslu.
Starfsmenn skóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, tónlistarskóla og aðrir sem vinna með börnum þurfa að vera meðvitaðir um og búa yfir þekkingu á réttindum barna, m.a. til persónuverndar, þannig að börn njóti nauðsynlegrar verndar til að geta þroskast í hinu stafræna umhverfi á öruggan hátt. Fagleg forvarnarfræðsla sem byggir á þekkingu og rannsóknum skiptir þar lykilmáli.
Kynntu þér leiðbeiningar starfsfólks í skóla– og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn hér og upplýsingar um forvarnir í skólum hér.
Forsenda þess að hægt sé að þróa og bjóða upp á vandaða fræðslu er að gerðar séu kannanir með reglubundnum hætti. Fræðsluefni Netvís byggist alltaf á nýjustu rannsóknum sem liggja fyrir hverju sinni.
Stjörnumerktar* línur er nauðsynlegt að fylla út
Netvís leiðir Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi (TUMI)
Hlutverk tengslanetsins er að auðvelda upplýsingaskipti milli þeirra aðila sem vinna að upplýsinga- og miðlalæsi á Íslandi og greiða fyrir samstarfi meðlima. Aðilar tengslanetsins miðla þar þekkingu, rannsóknum, verkefnum og öðrum úrræðum sem tengjast tengslanetinu.
Stjörnumerktar* línur er nauðsynlegt að fylla út
Fylltu út formið með upplýsingum um þig og við munum hafa samband við þig við fyrsta tækifæri.
Stjörnumerktar* línur er nauðsynlegt að fylla út