Fræðsla
Netvís býður upp á faglega fræðslu sem hentar börnum, ungmennum, foreldrum, fagfólki og eldri borgurum
Fræðsla Netvís snýst um félagslegt netöryggi og miðlalæsi. Markmiðið er að auka vitund, efla hugtakaskilning og valdefla notendur til þess að nota netið og mismunandi miðla á jákvæðan, öruggan og uppbyggilegan hátt. Við bjóðum upp á fræðslu fyrir börn, ungmenni, foreldra, fagfólk og eldri borgara og aðlögum fræðsluna eftir hópum.
Yfir 23.000 þátttakendur í 500 erindum um allt land síðustu tvö ár.