
Málþing um stafræna borgaravitund
Sérstakt málþing verður haldið í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund miðvikudaginn 22. október.
Gróska, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík
Að vera stafrænn borgari (e. digital citizen) er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð.
Málþingið verður opið öllum en nánari upplýsingar um viðburðinn verða birtar á vef Netvís þegar nær dregur.