25.07.2025
Börn og húðvöruauglýsingar á samfélagsmiðlum
RÚV fjallar um húðvöruauglýsingar á samfélagsmiðlum og áhrif þeirra á …
Netið er spennandi staður, fullur af skemmtilegri afþreyingu og allskyns fróðleik! En rétt eins og í raunveruleikanum þá er mikilvægt að vita hvernig á að vera öruggur á netinu. Ef þú ert barn eða ungmenni og þarft ráð um hvernig nota megi netið á öruggan hátt eða vilt bara skilja betur hvernig netið virkar, þá ertu á réttum stað. Við erum hér fyrir þig.
Vissir þú að þú átt réttindi á netinu alveg eins og annars staðar? Þú átt til dæmis rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Það sama gildir um önnur börn og ungmenni – þau eiga nefnilega sömu réttindi og þú! Þess vegna skiptir máli að sýna öðrum virðingu og tillitssemi á netinu.
Hér getur þú lært meira um réttindin þín, hvernig þú getur verið öruggari á netinu og tekið virkan þátt í því að gera netið að öruggari stað fyrir aðra.
Þú átt til dæmis rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd.
Það sama gildir um önnur börn og ungmenni – þau eiga nefnilega sömu réttindi og þú! Þess vegna skiptir máli að sýna öðrum virðingu og tillitssemi á netinu.
Skoðaðu þín réttindi á netinu samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér.
Click here for english version
Kliknij tutaj aby zobaczyć wersję polską
Þótt netið hafi fjölmargar jákvæðar hliðar er þar ýmislegt sem ber að varast líka. Gömul vandamál eins og einelti, fordómar, hatursorðræða, upplýsingaóreiða og ofbeldi hafa þar fundið nýjan farveg, þar sem þau dreifast hraðar og víðar en áður.
Það getur því verið flókið að alast upp í stafrænum heimi. Þess vegna er mikilvægt fá fræðslu og muna að það má alltaf leita sér aðstoðar þegar maður lendir í vanda. Hér fyrir neðan má finna alls konar fróðlegt efni sem tengist netöryggi með einum eða öðrum hætti ásamt upplýsingum um hvar er hægt að leita aðstoðar.
Þarftu hjálp?
Kannski segir einhver eitthvað særandi, þú sérð eitthvað sem þér finnst óhugnalegt eða þú upplifir eitthvað sem lætur þér líða illa. Þegar það gerist er nauðsynlegt að finna einhvern sem þú getur talað við og treyst til að segja frá. Mundu að þú ert ekki ein/einn/eitt og að það er fullorðið fólk sem vill hjálpa þér.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir er í neyð og þarf strax á hjálp að halda hafðu þá samband við Neyðarlínuna í síma 112 eða á netspjallinu.
Ef þú hefur áhyggjur af einhverju öðru sem tengist netinu, vilt tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni eða þarft bara einhvern til að tala við, geturðu haft samband við Hjálparsímann í síma 1717 eða í gegnum netspjall Rauða krossins.